Heim / Góð ráð / Rafmagn í rúmfötum

Rafmagn í rúmfötum

TinfoilRúmföt full af stöðurafmagni geta verið afskaplega hvimleið. Bæði hafa þau tilhneigingu til þess að loða við þann sem skiptir á rúminu og svo geta þau dregið til sín kusk, hár og önnur óhreinindi. Ástæðan fyrir rafmagninu er sá núningur sem verður á efnunum bæði í þvottavélinni og þurrkaranum. Efnin núast saman og geta myndað nokkur þúsund volta rafstraum sem síðan hefur þau áhrif að draga til sín allt sem hefur andstæða rafhleðslu.

dryer_sheets_colorcorrectedLausnin við þessu er að koma tauinu í samband við efni sem núllar út rafhleðsluna. Á wikihow er nokkrar aðferðir útlistaðar, allt frá ediki og matarsóda til álpappírskúlu sem sett er með í þvottavélina. Í Bónus og fleiri verslunum má einnig kaupa þurrkarablöð „dryer sheets“ sem eru sérstaklega ætluð til þess að minnka rafhleðslu í fatnaði og líni. Hitinn í þurrkaranum leysir upp efni sem hafa rafhleðslu sem núllar út þá sem myndast í þurrkaranum. Sé þessi leið valin athugið þá að sumar af þessum tegundum eru hlaðnar ilmefnum, þannig að rekið nefbroddinn endilega í pakkann áður en varan er keypt.

 

Nú og svo er það auðvitað alltaf gamla góða mýkingarefnið sem setja má með í þvottavélina en það á að gera sama gagn og aðferðirnar hér að ofan.