UM OKKUR

Edda Heildverslun hefur um áratuga skeið sérhæft sig í innflutningi á rúmfatnaði og annarri vefnaðarvöru fyrir hótel og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Einnig þjónustum við spítala og aðrar heilbrigðisstofnanir, sérverslanir, sauma- og útfararstofur, heilsulindir og önnur fyrirtæki sem þurfa á líni að halda.

Starfsfólk Eddunnar vinnur eftir gildum sem þróast hafa með fyrirtækinu í gegnum árin.

Þekking

Í yfir áttatíu ár hefur Eddan starfað við sölu og ráðgjöf á líni til fyrirtækja og stofnana. Á þeim tíma hefur mikil og góð þekking safnast fyrir innan fyrirtækisins, en sú þekking miðar að því að bjóða fram hagnýtar og hentugar lausnir sem taka mið af því nýjasta sem er í boði á markaðnum hverju sinni.

Gæði

Við leggjum metnað okkar í að bjóða fram bestu mögulegu gæði. Birgjar okkar starfa inn á alþjóðamörkuðum og hafa áunnið sér orðspor þar sem gæði eru orðin órjúfanlegur hluti af vörumerkjum þeirra. Flestar okkar vörur eru vottaðar með viðurkenndum gæðastöðlum.

Þjónusta

Markmið okkar er að fara ávallt fram úr væntingum viðskiptavina okkar og þjónusta þá af alúð, lipurð og framúrskarandi fagmennsku. Við viljum vera fremst í okkar röð og vitum að með því að sýna einlægan áhuga á velferð viðskiptavina okkar verðum við þátttakendur í árangri þeirra og bættum kjörum.

Saga Eddunar

Edda Heildverslun var stofnuð árið 1932. Stofnendur hennar voru Thorsararnir en þeir áttu á þessum árum stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Kveldúlf hf. Mikil gjaldeyrishöft ríktu víðsvegar um Evrópu vegna heimskreppunnar og vandasamt var að fá greitt fyrir vörur í erlendri mynt. Sagan segir að Thorsararnir hafi gert vöruskiptasamninga við Ítali og fengið greitt fyrir sjávarafurðirnar með ítalskri vefnaðarvöru, en mikill skortur var á öllum vörum hérlendis sem gátu talist til munaðarvara. Í þessum gjörningi varð Edda Heildverslun til en hennar hlutverk var að dreifa vörunni til íslenskra viðskiptavina. Thorsararnir ráku heildverslunina í nokkur ár við góðan orðstýr en ráðstöfuðu henni síðar til starfsmanna sinna. Nokkrir eigendur hafa síðan komið að rekstri fyrirtækisins, en núverandi eigendur hafa rekið það síðan árið 2005. Haldin hafa verið í heiðir sömu góðu gildin og lagt var upp með við stofnun Eddunar þar sem fagleg og góð þjónusta er ávallt höfð í fyrirrúmi.
Myndin hér fyrir neðan sýnir fyrstu bifreið Eddunnar en hún er tekin fyrir utan Alþingishúsið árið 1938. Bílstjórinn er Ólafur Magnússon frá Mosfelli sem var starfsmaður Eddu um árabil. Billinn er Chervrolet árgerð 1929 með íslenskri yfirbyggingu.

Edda Heildverslun